Erlent

Rauð blóm bönnuð í Sádi-Arabíu

Vesturlandabúar tjá margir hverjir ást sína með rauðum rósum á Valentínusardaginn, sem er í dag. Í Sádi-Arabíu er hins vegar með öllu bannað að selja rauð blóm í kringum þennan dag elskenda. Strangtrúaðir múslímar eru í herferð gegn þessum degi því samkvæmt þeirra sannfæringu eru aðeins tvær trúarhátíðir á ári, hátíðarhöld eftir föstuna og Haj-pílagrímaförin. Að þeirra mati gengur það gegn íslam að tjá ást sína með rauðu. Í borginni Riyad eru siðferðiseftirlitsmenn sem ganga úr skugga um að kaupmenn fari eftir settum reglum um sölu á rauðum blómum en hins vegar er hægt að finna blóm í öllum öðrum litum regnbogans til sölu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×