Erlent

Flugskeytum skotið að byggð á Gaza

Palestínskir skæruliðar skutu flugskeytum að landnemabyggð gyðinga á Gaza-ströndinni í morgun, aðeins nokkrum stundum áður en Mahmoud Abbas, nýr forseti Palestínumanna, mætti þangað til að mæla fyrir nýju vopnahléi. Abbas vonast til þess að slíkt vopnahlé geti liðkað fyrir friðarviðræðum við Ísraelsmenn. Hvorki var mannfall né tjón í árás skæruliðanna í morgun, sem varpaði engu að síður skugga á umleitanir Abbas.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×