Erlent

300 milljónir safnast í útvarpi

Meira en þrjú hundruð milljónir söfnuðust í maraþonútvarpsþætti sem til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu sem sendur var út í Bretlandi í gær. Þættinum var útvarpað á 270 útvarpsstöðvum samtímis og stóð yfir í rúmar sex klukkustundir. Meðal þeirra sem fram komu í þættinum voru Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og söngvararnir Liam Gallagher, Ronan Keating og Ozzy Osbourne svo fáeinir séu nefndir. Blair bauð meðal annars upp á skoðunarferð um Downing-stræti 10 ásamt stund yfir kaffibolla. Ferðin og kaffibollinn með leiðtoganum seldust á rúmlega eina og hálfa milljón íslenskra króna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×