Erlent

Segist ekki undirbúa árás á Íran

George Bush Bandaríkjaforseti neitar því að verið sé að undirbúa innrás inn í Íran eins og Seymour Hersh, einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Bandaríkjanna heldur fram. Hersh, sem meðal annars kom upp um pyntingar í Abu Ghraib fangelsinu í fyrra, segir fjölmarga erindreka innan hersins og leyniþjónustunnar fullyrða að undirbúningur að innrás sé þegar hafinn. Í gærkvöldi hafnaði Bush því hins vegar og sagði að stefnt væri að því að setjast að samningaborðinu með Írönum en ekki beita hernaðaraðgerðum. Hann sagðist jafnframt telja að aðgerðirnar í Írak hlytu að verða nágrannaþjóðum þeirra víti til varnaðar. Áður hafði talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýst því yfir í sjónvarpsviðtali að frétt Hersh væri byggð á sögusögnum og samsæriskenningum og að fyrir henni væri ekki nokkur fótur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×