Erlent

Landamærum Íraks lokað í kosningum

Landamærum Íraks verður lokað fyrir þingkosningarnar sem fram eiga að fara í lok þessa mánaðar. Að auki verður umferð við kosningamiðstöðvar bönnuð til að draga úr líkum á árásum, en í morgun var gerð sjálfsmorðssprengjuárás á kosningamiðstöð stjórnmálaflokks sjíta. Þar fórst einn og sjö særðust. Einn af þeim sem bjóða sig fram til forsætisráðherra í kosningunum var í morgun ráðinn af dögum skammt frá borginni Basra. Nafn mannsins hefur ekki verið gefið upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×