Erlent

Rændu erkibiskupi í Írak

Uppreisnarmenn í Írak rændu í gærkvöldi erkibiskupi sýrlenska arms kaþólsku kirkjunnar. Hinn 66 ára gamli Basile Casmoussa hefur verið yfirmaður sýrlenska hluta kaþólsku krikjunnar í Írak undanfarin sex ár. Hann var á gangi utan við kirkju sína í borginni Mósúl í gær þegar hann var numinn á brott. Vatíkanið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem athæfið er fordæmt og þess er farið á leit við uppreisnarmennina að Casmoussa verði þegar í stað látinn laus úr haldi. Ekki er ljóst hvers vegna biskupnum var rænt en kristnir menn hafa áður orðið fyrir barðinu á uppreisnarmönnum. Í ágúst síðastliðnum voru gerðar sprengjuárásir á fjórar kirkjur í borginni Mósúl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×