Afríku skortir ungt áræði 11. febrúar 2005 00:01 Ungt fólk í afrískum borgum skortir sameiginlega rödd og verður að hafa meira frumkvæði í eigin málum segir Amin Kamete, verkefnisstjóri hjá Norrænu Afríkustofnuninni, sem staddur er hér á landi vegna ráðstefnu um framtíð ungs fólks í Afríku. Markmið ráðstefnunnar er meðal annars að finna leiðir til að auka virkni og áhrif ungs fólks í stjórnmálum. Helmingur íbúanna "Afrískar borgir eru fullar af ungu fólki, fólki á aldrinum fjórtán til 30 ára. Meira en helmingur íbúanna er á þeim aldri," segir Kamete. "Vandamálin eru hins vegar að þessi ungmenni hafa ekki atvinnu, eiga engar eignir og kjósa í flestum tilfellum ekki. Því virðist sem þau eigi sér ekki rödd og enginn tekur þau alvarlega." Þetta birtist meðal annars í því að ekki sé tekið á málum þeirra ef þau kvarta því menn telji að þau hafi lítil tækifæri til að láta til sín taka. "Þau eru ekki í vinnu og geta því ekki farið í verkfall, þau kjósa ekki og geta því ekki fellt valdhafa. Því hunsa þau allir," segir Kamete. Afríka er gríðarlega víðfeðm heimsálfa. Þrátt fyrir það segir Kamete margt sameiginlegt í borgum ríkjanna sunnan Sahara. Þetta komi meðal annars fram í því að ungt fólk er virkt í listum, tónlist og leiklist. "Mest af þeirri tónlist sem fólk kaupir frá Afríku er tónlist unga fólksins," segir Kamete og tiltekur þetta sem dæmi um svið þar sem ungt fólk lætur að sér kveða. Útlitið er dekkra þegar litið er til stjórnmála og lýðræðisþróunar. Þar skiptir ungt fólk þó miklu máli," segir Kamete. Mikilvæg en áhrifalítil "Ef við horfum aftur til þess sem gerðist í Afríku á árunum milli 1990 og 1992, þegar einræðisstjórnir féllu og fjölflokkakerfi komst víða á var ungt fólk úr dreifbýlinu mjög virkt, þetta átti við í Malí, í Benín, í Miðbaugs-Gíneu, í Kenýa og í Sambíu." Vandamálið er hins vegar að sögn Kamete að æskan hefur verið notuð af stjórnmálaöflum sem hafa viljað komast til valda eða halda völdum sínum. Þannig hafi stjórnmálafylkingar látið ungt fólk um að berjast fyrir sig frekar en að þeir berjist fyrir ungt fólk. "Það eru því mörg dæmi þess að aðrir noti æskuna. Við sjáum samt að æskan notar hina á móti. Þegar einhver vill stuðning æskunnar, til dæmis til að berja á andstæðingunum eða fá vernd frá öðrum, gerist það ekki nema viðkomandi láti eitthvað af hendi á móti. Ástandið er því þannig að æskan er notuð en hún notfærir sér líka kerfið, allt frá Suður-Afríku til Máritaníu." Kamete segir að alls staðar á svæðinu, frá Máritaníu í norðri til Suður-Afríku í suðri sé æskan virk í stjórnmálum og efnahagslífi. "Í borgunum sjáum við að í miðborgunum, á mörkuðunum, í verslunum og annars staðar er æskan áberandi, hvort sem ungt fólk rekur eigin fyrirtæki eða rekur fyrirtæki fyrir aðra." Skortir frumkvæði "Alls staðar sjáum við þó að æskan hefur ekki frumkvæði heldur bíður eftir aðgerðum annarra. Þá bregst hún við og notfærir sér kerfið. Stundum gerir unga fólkið góða hluti en oftast slæma," segir Kamete og vísar til bardagagengja sem ráðist hafa á pólitíska andstæðinga hreyfinga sem þau starfa með. Sjálfur er Kamete frá Simbabve þar sem ástandið er erfitt og unglingagengi ógna andstæðingum stjórnvalda sem sökuð hafa verið um gróf mannréttindabrot gegn þegnum sínum. Það liggur því beint við að spyrja hann hvernig honum líst á ástandið þar, hálfum öðrum mánuði fyrir kosningar sem boðað var til fyrir skömmu. "Stjórnvöld segja að ástandið sé stöðugra en áður og orðið betra," segir Kamete en er auðheyrilega ekki sannfærður. "Þetta er sennilega rétt ef þú ferðast þangað einn dag. En ef þú lítur á lífsstíl fólks, hvað það borðar og hvernig líf þess er dag frá degi sérðu að landið á enn við vandamál að stríða. Ástandið er kannski ekki jafn slæmt og árið 2000 en það er enn slæmt. Fólk borðar ekki þrjár máltíðir á dag heldur eina. Það kallar þetta núll-núll-einn, enginn morgunmatur, enginn hádegismatur, bara kvöldmatur." Þá er atvinnuleysi útbreitt í landinu. Stjórnað í krafti ofbeldis Þeir sem vilja breytingar eiga erfitt uppdráttar og ekki heiglum hent að setja sig upp á móti stjórnvöldum. "Stjórnvöld hafa þjálfað 50 þúsund ungmenni til að ógna fólki svo þau vinni kosningar. Þessi ungmennagengi eru hættuleg. Ef þú ert í stjórnarandstöðu koma þau og berja þig. Vitað er til þess að gengin hafi nauðgað fólki og brennt hús. Lögreglan getur ekkert gert við þessu. Nú eru 50 þúsund ungmenni í gengjum og fleiri í þjálfun," segir Kamete. Það er fleira en unglingagengi sem ógna þeim sem gagnrýna stjórnvöld. "Einkareknir fjölmiðlar í Simbabve sæta árásum," segir Kamete og bendir á að stjórnvöld hafa látið loka þremur blöðum. Þá verður að sækja um leyfi fyrir fundum ef þrír eða fleiri koma saman undir kringumstæðum sem líkja má við fund. Þá banna stjórnvöld öll félagasamtök sem fjalla um stjórnmál, spillingu og mannréttindi. Einungis stjórnvöld mega reka útvarps- og sjónvarpsstöðvar. "Ástandið í Simbabve er kannski að verða betra komi maður í eins dags heimsókn en fyrir þá sem þar búa hefur ástandið ekkert batnað. Það eru kosningar 21. mars en fólk segir að valdaflokkurinn sé þegar búinn að vinna kosningarnar. Ég sé því ekki fyrir mér umbætur í náinni framtíð." Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Ungt fólk í afrískum borgum skortir sameiginlega rödd og verður að hafa meira frumkvæði í eigin málum segir Amin Kamete, verkefnisstjóri hjá Norrænu Afríkustofnuninni, sem staddur er hér á landi vegna ráðstefnu um framtíð ungs fólks í Afríku. Markmið ráðstefnunnar er meðal annars að finna leiðir til að auka virkni og áhrif ungs fólks í stjórnmálum. Helmingur íbúanna "Afrískar borgir eru fullar af ungu fólki, fólki á aldrinum fjórtán til 30 ára. Meira en helmingur íbúanna er á þeim aldri," segir Kamete. "Vandamálin eru hins vegar að þessi ungmenni hafa ekki atvinnu, eiga engar eignir og kjósa í flestum tilfellum ekki. Því virðist sem þau eigi sér ekki rödd og enginn tekur þau alvarlega." Þetta birtist meðal annars í því að ekki sé tekið á málum þeirra ef þau kvarta því menn telji að þau hafi lítil tækifæri til að láta til sín taka. "Þau eru ekki í vinnu og geta því ekki farið í verkfall, þau kjósa ekki og geta því ekki fellt valdhafa. Því hunsa þau allir," segir Kamete. Afríka er gríðarlega víðfeðm heimsálfa. Þrátt fyrir það segir Kamete margt sameiginlegt í borgum ríkjanna sunnan Sahara. Þetta komi meðal annars fram í því að ungt fólk er virkt í listum, tónlist og leiklist. "Mest af þeirri tónlist sem fólk kaupir frá Afríku er tónlist unga fólksins," segir Kamete og tiltekur þetta sem dæmi um svið þar sem ungt fólk lætur að sér kveða. Útlitið er dekkra þegar litið er til stjórnmála og lýðræðisþróunar. Þar skiptir ungt fólk þó miklu máli," segir Kamete. Mikilvæg en áhrifalítil "Ef við horfum aftur til þess sem gerðist í Afríku á árunum milli 1990 og 1992, þegar einræðisstjórnir féllu og fjölflokkakerfi komst víða á var ungt fólk úr dreifbýlinu mjög virkt, þetta átti við í Malí, í Benín, í Miðbaugs-Gíneu, í Kenýa og í Sambíu." Vandamálið er hins vegar að sögn Kamete að æskan hefur verið notuð af stjórnmálaöflum sem hafa viljað komast til valda eða halda völdum sínum. Þannig hafi stjórnmálafylkingar látið ungt fólk um að berjast fyrir sig frekar en að þeir berjist fyrir ungt fólk. "Það eru því mörg dæmi þess að aðrir noti æskuna. Við sjáum samt að æskan notar hina á móti. Þegar einhver vill stuðning æskunnar, til dæmis til að berja á andstæðingunum eða fá vernd frá öðrum, gerist það ekki nema viðkomandi láti eitthvað af hendi á móti. Ástandið er því þannig að æskan er notuð en hún notfærir sér líka kerfið, allt frá Suður-Afríku til Máritaníu." Kamete segir að alls staðar á svæðinu, frá Máritaníu í norðri til Suður-Afríku í suðri sé æskan virk í stjórnmálum og efnahagslífi. "Í borgunum sjáum við að í miðborgunum, á mörkuðunum, í verslunum og annars staðar er æskan áberandi, hvort sem ungt fólk rekur eigin fyrirtæki eða rekur fyrirtæki fyrir aðra." Skortir frumkvæði "Alls staðar sjáum við þó að æskan hefur ekki frumkvæði heldur bíður eftir aðgerðum annarra. Þá bregst hún við og notfærir sér kerfið. Stundum gerir unga fólkið góða hluti en oftast slæma," segir Kamete og vísar til bardagagengja sem ráðist hafa á pólitíska andstæðinga hreyfinga sem þau starfa með. Sjálfur er Kamete frá Simbabve þar sem ástandið er erfitt og unglingagengi ógna andstæðingum stjórnvalda sem sökuð hafa verið um gróf mannréttindabrot gegn þegnum sínum. Það liggur því beint við að spyrja hann hvernig honum líst á ástandið þar, hálfum öðrum mánuði fyrir kosningar sem boðað var til fyrir skömmu. "Stjórnvöld segja að ástandið sé stöðugra en áður og orðið betra," segir Kamete en er auðheyrilega ekki sannfærður. "Þetta er sennilega rétt ef þú ferðast þangað einn dag. En ef þú lítur á lífsstíl fólks, hvað það borðar og hvernig líf þess er dag frá degi sérðu að landið á enn við vandamál að stríða. Ástandið er kannski ekki jafn slæmt og árið 2000 en það er enn slæmt. Fólk borðar ekki þrjár máltíðir á dag heldur eina. Það kallar þetta núll-núll-einn, enginn morgunmatur, enginn hádegismatur, bara kvöldmatur." Þá er atvinnuleysi útbreitt í landinu. Stjórnað í krafti ofbeldis Þeir sem vilja breytingar eiga erfitt uppdráttar og ekki heiglum hent að setja sig upp á móti stjórnvöldum. "Stjórnvöld hafa þjálfað 50 þúsund ungmenni til að ógna fólki svo þau vinni kosningar. Þessi ungmennagengi eru hættuleg. Ef þú ert í stjórnarandstöðu koma þau og berja þig. Vitað er til þess að gengin hafi nauðgað fólki og brennt hús. Lögreglan getur ekkert gert við þessu. Nú eru 50 þúsund ungmenni í gengjum og fleiri í þjálfun," segir Kamete. Það er fleira en unglingagengi sem ógna þeim sem gagnrýna stjórnvöld. "Einkareknir fjölmiðlar í Simbabve sæta árásum," segir Kamete og bendir á að stjórnvöld hafa látið loka þremur blöðum. Þá verður að sækja um leyfi fyrir fundum ef þrír eða fleiri koma saman undir kringumstæðum sem líkja má við fund. Þá banna stjórnvöld öll félagasamtök sem fjalla um stjórnmál, spillingu og mannréttindi. Einungis stjórnvöld mega reka útvarps- og sjónvarpsstöðvar. "Ástandið í Simbabve er kannski að verða betra komi maður í eins dags heimsókn en fyrir þá sem þar búa hefur ástandið ekkert batnað. Það eru kosningar 21. mars en fólk segir að valdaflokkurinn sé þegar búinn að vinna kosningarnar. Ég sé því ekki fyrir mér umbætur í náinni framtíð."
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira