Erlent

Í framboð úr fangelsi

Borgarstjórinn í Mexíkóborg hótaði því að fara í forsetaframboð úr fangelsisklefa ef hann yrði dreginn fyrir dómstól og dæmdur í fangelsi. Andres Manuel Lopez Obrador borgarstjóri hvatti stuðningsmenn sína til að berjast friðsamlega gegn þeim sem vilji koma honum í fangelsi. Hann er ákærður fyrir að hunsa dómsúrskurð vegna landnotkunar borgarinnar og íhuga þingmenn að svipta hann þinghelgi svo hægt sé að rétta yfir honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×