Erlent

Segja mjólkurdrykkju auka vöxt

Börn sem drekka mikla mjólk verða að öllum líkindum hávaxnari en þau börn sem fara varlega í mjólkurdrykkju. Rannsóknir á kúamjólk við danska dýralækna- og landbúnaðarháskólann gefa vísbendingar um þetta. Niðurstöðurnar sýna að kúamjólkin hefur enn meiri áhrif á vöxt kálfa en áður var talið og framhaldsrannsóknir sýndu að hið sama gilti um börn. Hins vegar segir Camilla Hoppe, doktorsnemi við skólann, í samtali við danska dagblaðið Politiken að ekki sé vitað hvaða áhrif kúamjólkin hafi á heilbrigði barna til lengri tíma. Kim Fleischer Michaelsen, sem er sérfræðingur í næringarfræði barna, varar þó við of mikilli mjólkurdrykkju og segir hávaxið fólk eiga fremur á hættu en aðrir að fá ákveðnar tegundir krabbameins, til að mynda brjósta-, eistna- og blöðruhálskirtilskrabbamein.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×