Erlent

Málskotsrétturinn haldi sér

Í tilefni af því starfi sem nú er hafið á vegum stjórnvalda að endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins hefur Þjóðarhreyfingin - með lýðræði sent frá sér yfirlýsingu, þar sem tíunduð eru þau mál sem að mati hreyfingarinnar er mikilvægast að hugað verði að í þessu sambandi. Mesta áherslu leggur Þjóðarhreyfingin á að þjóðin "njóti áfram þess málskotsréttar, sem þjóðkjörinn forseti fer með samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar" og að sá réttur verði jafnframt betur tryggður framvegis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×