Erlent

Sýknaðir af hryðjuverkaárás

Kanadískur dómstóll sýknaði í gær tvo Indverja af ákæru um að hafa staðið á bak við sprengjutilræði sem varð meira en þrjú hundruð manns að bana fyrir tuttugu árum síðan. Mönnunum var gefið að sök að hafa komið fyrir sprengju um borð í Air India flugvél sem var á leiðinni frá Kanada til Indlands árið 1985. Árásin var mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar, allt þar til ráðist var á Bandaríkin þann 11. september 2001. Eftir tveggja ára réttarhöld komst dómurinn loks að þeirri niðurstöðu að lykilvitni í málinu hefðu verið ótrúverðug og því bæri að sýkna mennina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×