Erlent

ESB setji upp viðvörunarkerfi

Uppbygging í Suðaustur-Asíu og uppsetning á jarðskjálftaviðvörunarkerfi er á meðal þess sem rætt verður á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins og landa í Suðaustur-Asíu sem fram á að fara í Indónesíu í næsta mánuði. Milljarðar hafa safnast um allan heim til að stuðla að uppbyggingu á hamfarasvæðunum sem urðu fyrir flóðbylgjunni 26. desember síðastliðinn, eða fyrir réttum tveimur mánuðum, og hafa Evrópuþjóðir gefið mjög rjúfan skerf af söfnunarupphæðinni. Yfirlýst stefna þjóðanna sem ræða munu saman á fundinum er að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að nátturuhamfarir sem þessar, það er jarðskjálfti á hafi úti, taki jafn mörg mannslíf og raunin varð; eitt mikilvægasta verkefnið til að ná því takmarki sé að koma á laggirnar hágæða jarðskjálftaviðvörunarkerfi sem Evrópuþjóðirnar eiga að vera í forsvari fyrir að koma upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×