Átta handteknir vegna tilræðisins 26. febrúar 2005 00:01 Sjálfsmorðssprengjuárás á ísraelskan næturklúbb í gærkvöldi kostaði í það minnsta fjóra lífið. Sprengjan skók einnig friðarferlið og ísraelskar hersveitir héldu inn á Vesturbakkann í kjölfarið. Ekki færri en fjórir fórust og sextíu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárásinni á næturklúbb í Tel Aviv í gærkvöldi. Tilræðismaðurinn var í röð utan við næturklúbbinn þegar hann sprengdi sig í loft upp. Þetta er fyrsta árásin af þessu tagi sem gerð er í Ísrael frá því 1. nóvember síðastliðinn en á fundi í upphafi þessa mánaðar gengu þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, frá vopnahléi sem helstu skæruliðahreyfingar Palestínumanna, Hamas og íslamska Jihad, samþykktu að virða. Maður, sem kveðst tala fyrir hönd al-Aksa herdeildanna, hafði samband við fréttastofuna AFP og sagði eina deildina hafa staðið að tilræðinu. Al-Aksa lýtur ekki stjórn eins leiðtoga heldur eru deildirnar aðeins lauslega tengdar og því er erfiðara að fá al-Aksa til að samþykkja vopnahlé. Reuters segir hins vegar að íslamska Jihad hafi gengist við tilræðinu en leiðtogar þeirra samtaka harðneita aðild. Af þeim sökum hefur vaknað grunur um að utanaðkomandi hafi verið að verki, til að mynda Hizbollah-samtökin í Líbanon, sem njóta stuðnings stjórnvalda í Íran. Mahmoud Abbas fordæmdi sprengjuárásina og sagði þá sem að henni stóðu vera hryðjuverkamenn, en það er orðalag sem palestínskir leiðtogar hafa hingað til ekki viljað nota. Talsmenn ísraelskra stjórnvalda sögðu árásina til marks um að aðgerðafræði Abbas hefði brugðist og að hann yrði nú að beita hörku, handtaka fólk og leggja hald á ólögleg vopn. Snemma í morgun réðust ísraelskar hersveitir inn á Vesturbakkann í leit að þeim sem frömdu óðæðið og handtóku þar fimm karlmenn, meðal annars bræður mannsins sem talið er að hafi sprengt sig í loft upp. Palestínskar öryggissveitir handsömuðu skömmu síðar þrjá menn til viðbótar. Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Sjálfsmorðssprengjuárás á ísraelskan næturklúbb í gærkvöldi kostaði í það minnsta fjóra lífið. Sprengjan skók einnig friðarferlið og ísraelskar hersveitir héldu inn á Vesturbakkann í kjölfarið. Ekki færri en fjórir fórust og sextíu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárásinni á næturklúbb í Tel Aviv í gærkvöldi. Tilræðismaðurinn var í röð utan við næturklúbbinn þegar hann sprengdi sig í loft upp. Þetta er fyrsta árásin af þessu tagi sem gerð er í Ísrael frá því 1. nóvember síðastliðinn en á fundi í upphafi þessa mánaðar gengu þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, frá vopnahléi sem helstu skæruliðahreyfingar Palestínumanna, Hamas og íslamska Jihad, samþykktu að virða. Maður, sem kveðst tala fyrir hönd al-Aksa herdeildanna, hafði samband við fréttastofuna AFP og sagði eina deildina hafa staðið að tilræðinu. Al-Aksa lýtur ekki stjórn eins leiðtoga heldur eru deildirnar aðeins lauslega tengdar og því er erfiðara að fá al-Aksa til að samþykkja vopnahlé. Reuters segir hins vegar að íslamska Jihad hafi gengist við tilræðinu en leiðtogar þeirra samtaka harðneita aðild. Af þeim sökum hefur vaknað grunur um að utanaðkomandi hafi verið að verki, til að mynda Hizbollah-samtökin í Líbanon, sem njóta stuðnings stjórnvalda í Íran. Mahmoud Abbas fordæmdi sprengjuárásina og sagði þá sem að henni stóðu vera hryðjuverkamenn, en það er orðalag sem palestínskir leiðtogar hafa hingað til ekki viljað nota. Talsmenn ísraelskra stjórnvalda sögðu árásina til marks um að aðgerðafræði Abbas hefði brugðist og að hann yrði nú að beita hörku, handtaka fólk og leggja hald á ólögleg vopn. Snemma í morgun réðust ísraelskar hersveitir inn á Vesturbakkann í leit að þeim sem frömdu óðæðið og handtóku þar fimm karlmenn, meðal annars bræður mannsins sem talið er að hafi sprengt sig í loft upp. Palestínskar öryggissveitir handsömuðu skömmu síðar þrjá menn til viðbótar.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira