Erlent

Ríkisstjórn Sýrlands segir af sér

Forsætisráðherra Líbanons, Omar Karami, tilkynnti fyrr í dag að ríkisstjórn landsins hygðist segja af sér, en hún hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hollustu sína við yfirvöld í Sýrlandi sem sökuð eru um að hafa staðið á bak við morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, fyrir um tveimur vikum. Mótmælendur hafa safnast saman á götum Beirút á hverjum degi frá því að Hariri var ráðinn af dögum og krefjast þess að Sýrlendingar kalli hermenn sína heim frá Líbanon, en þeir eru alls 14 þúsund í landinu. Stjórnarandstæðingar hvöttu almenning til þess að mótmæla áfram þrátt fyrir tíðindin, eða allt þar til sýrlenski herinn hyrfi frá Líbanon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×