Erlent

Krefja Tíbeta um hlýðni

Kínverskir embættismenn krefjast þess að tíbetskir trúarleiðtogar sýni kínverskum yfirvöldum meiri hlýðni. Trúarleiðtogunum hefur verið hótað refsingum ef þeir sýna ekki meiri stuðning en verið hefur við stefnu Kínverja gagnvart Dalaí Lama, hinum útlæga trúarleiðtoga Tíbeta. Um tuttugu tíbetskum trúarleiðtogum var tilkynnt þetta á fundi með kínverskum embættismönnum, sem haldinn var í Xining í Tíbet í nóvember síðastliðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×