Erlent

Nöfn allra skráð niður

Kínversk stjórnvöld skrá hjá sér nöfn allra þeirra, sem leggja leið sína að minningarstað um Zhao Ziyang, sem komið hefur verið upp á heimili hans í Peking. Zhao, sem var fyrrverandi leiðtogi Kínverska Kommúnistaflokksins, var 85 ára þegar hann lést nú í vikunni, fimmtán árum eftir að hafa verið rekinn úr flokknum fyrir stuðning sinn við mótmæli lýðræðissinna á Tiananmen-torgi árið 1989. Nokkur straumur syrgjenda hefur verið til heimilis hans undanfarna daga. "Fólki er fylgt inn á lítið kaffihús til að skrá niður nöfn þeirra áður en þeim er hleypt inn," sagði ættingi Zhaos í símaskilaboðum til AP-fréttastofunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×