Erlent

Vilja svipta ríkisborgararétti

Peter Pilz, einn af leiðtogum Græningjaflokksins í Austurríki, vill að Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, verði sviptur austurrískum ríkisborgararétti. Hann hafi gert landinu skömm til með því að hafa samþykkt aftöku dæmds morðingja. Donald Beardslee nú í vikunni. Pilz segir Schwarzenegger hafa brotið austurrísk lög þar sem líflátsdómur er ólöglegur í Austurríki. Ólíklegt þykir þó að Græningjaflokknum, sem er í stjórnarandstöðu, takist að sannfæra ríkisstjórn hægri manna um að svipta Schwarzenegger ríkisborgararétti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×