Sport

NFL-veisla um hátíðarnar

Forráðamenn bandarísku NFL-deildarinnar hyggjast breyta niðurröðun leikja fyrir næsta tímabil. Stefnt er að því að vera með leiki á aðfangadag, jóladag, gamlárskvöld og nýársdag. Þetta er gert með það fyrir augum að auka áhuga almennings á íþróttinni en þess má geta að NFL-deildin er vinælasta íþróttadeildin vestan hafs. Tímabilinu lýkur 1. janúar og hefst úrslitakeppnin viku seinna. Leikurinn um Ofurskálina verður síðan 5. febrúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×