Sport

AZ Alkmaar sló út Villarreal

AZ Alkmaar sló í kvöld út spænska liðið Villarreal í 8-liða úrslitum Uefa keppninnar í knattspyrnu. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Alkmaarder Hout, heimavelli Alkmaar í kvöld, en Alkmaar sigraði fyrri leikinn á Spáni 2-1 og því 3-2 samanlagt. Kenneth Perez kom heimamönnum yfir strax á áttundu mínútu en Luciano Figueroa jafnaði átján mínútum fyrir leikslok. Barry Opdam hjá Alkmaar og Jose Mari hjá Villarreal fengu að líta rauðaspjaldið eftir aðeins tuttugu mínútur og spiluðu liðin því með aðeins tíu leikmenn í sjötíu mínútur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×