Bílddælingar hafna vinnu á Patró 1. september 2005 00:01 Enginn af fyrrum verkamönnum fiskvinnslunar Bílddælings sá sér fært að sækja atvinnu á Patreksfirði þó aðeins sé 25 kílómetra akstur á milli bæjanna, sem tilheyra báðir sveitarfélaginu Vesturbyggð. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða hélt fund á mánudaginn var með starfsfólkinu og kannaði hug þess til að vinna við fiskvinnslu á Patreksfirði ef það yrði sótt á Bíldudal með rútu klukkan hálf sjö að morgni og keyrt aftur að vinnudegi loknum. Einnig var áhugi fólksins fyrir því að flytja til Patreksfjarðar kannaður en enginn hafði hug á því. Fyrrum starfsmaður Bílddælings sem sat fundinn segir að helsta ástæðan fyrir því að enginn geti sótt atvinnu á Patreksfirði sé sú að leikvöllurinn og grunnskólinn á Bíldudal byrji klukkan átta og á hvorugum stað sé hádegismatur, þannig að foreldrar verði að komast heim í hádegi til að sinna börnum. Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, segir að í raun sé ekki raunhæft að skilgreina Patreksfjörð og Bíldudal sem eitt atvinnusvæði þar sem tvær fjallsheiðar, sem oft séu ófærar, skilji að. Vegagerðin byrjar ekki mokstur fyrr en klukkan sjö, á sama tíma og vinnudagurinn hefst í fiskvinnslunni. Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða, segir að þó að Bíldudalur og Patreksfjörður tilheyri sama atvinnusvæði sé ekki þar með sagt að fólk missi atvinnuleysisbæturnar þó svo að það hafni atvinnu á svæðinu. "Það þarf að huga að ýmsum þáttum í aðstöðu fólks og meta hvert tilfelli fyrir sig því þó að nokkrir Bílddælingar vinni nú þegar á Patreksfirði er ekki þar með sagt að hver sem er sjái sér fært að gera það," segir hún. Ástæðan fyrir fundarhöldunum á mánudag var sú að nú þegar hafa tvö fyrirtæki á Patreksfirði sótt um atvinnuleyfi fyrir útlendinga en áður en slík leyfi eru veitt verður að ganga úr skugga um að ekki sé til staðar atvinnulaust fólk sem geti unnið þau störf sem ráða á í. Mestar líkur eru því á að útlendingunum, sem eru vel á þriðja tug, verði veitt atvinnuleyfi innan skamms, að sögn Guðrúnar Stellu. Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Enginn af fyrrum verkamönnum fiskvinnslunar Bílddælings sá sér fært að sækja atvinnu á Patreksfirði þó aðeins sé 25 kílómetra akstur á milli bæjanna, sem tilheyra báðir sveitarfélaginu Vesturbyggð. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða hélt fund á mánudaginn var með starfsfólkinu og kannaði hug þess til að vinna við fiskvinnslu á Patreksfirði ef það yrði sótt á Bíldudal með rútu klukkan hálf sjö að morgni og keyrt aftur að vinnudegi loknum. Einnig var áhugi fólksins fyrir því að flytja til Patreksfjarðar kannaður en enginn hafði hug á því. Fyrrum starfsmaður Bílddælings sem sat fundinn segir að helsta ástæðan fyrir því að enginn geti sótt atvinnu á Patreksfirði sé sú að leikvöllurinn og grunnskólinn á Bíldudal byrji klukkan átta og á hvorugum stað sé hádegismatur, þannig að foreldrar verði að komast heim í hádegi til að sinna börnum. Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, segir að í raun sé ekki raunhæft að skilgreina Patreksfjörð og Bíldudal sem eitt atvinnusvæði þar sem tvær fjallsheiðar, sem oft séu ófærar, skilji að. Vegagerðin byrjar ekki mokstur fyrr en klukkan sjö, á sama tíma og vinnudagurinn hefst í fiskvinnslunni. Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða, segir að þó að Bíldudalur og Patreksfjörður tilheyri sama atvinnusvæði sé ekki þar með sagt að fólk missi atvinnuleysisbæturnar þó svo að það hafni atvinnu á svæðinu. "Það þarf að huga að ýmsum þáttum í aðstöðu fólks og meta hvert tilfelli fyrir sig því þó að nokkrir Bílddælingar vinni nú þegar á Patreksfirði er ekki þar með sagt að hver sem er sjái sér fært að gera það," segir hún. Ástæðan fyrir fundarhöldunum á mánudag var sú að nú þegar hafa tvö fyrirtæki á Patreksfirði sótt um atvinnuleyfi fyrir útlendinga en áður en slík leyfi eru veitt verður að ganga úr skugga um að ekki sé til staðar atvinnulaust fólk sem geti unnið þau störf sem ráða á í. Mestar líkur eru því á að útlendingunum, sem eru vel á þriðja tug, verði veitt atvinnuleyfi innan skamms, að sögn Guðrúnar Stellu.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira