Bílddælingar hafna vinnu á Patró 1. september 2005 00:01 Enginn af fyrrum verkamönnum fiskvinnslunar Bílddælings sá sér fært að sækja atvinnu á Patreksfirði þó aðeins sé 25 kílómetra akstur á milli bæjanna, sem tilheyra báðir sveitarfélaginu Vesturbyggð. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða hélt fund á mánudaginn var með starfsfólkinu og kannaði hug þess til að vinna við fiskvinnslu á Patreksfirði ef það yrði sótt á Bíldudal með rútu klukkan hálf sjö að morgni og keyrt aftur að vinnudegi loknum. Einnig var áhugi fólksins fyrir því að flytja til Patreksfjarðar kannaður en enginn hafði hug á því. Fyrrum starfsmaður Bílddælings sem sat fundinn segir að helsta ástæðan fyrir því að enginn geti sótt atvinnu á Patreksfirði sé sú að leikvöllurinn og grunnskólinn á Bíldudal byrji klukkan átta og á hvorugum stað sé hádegismatur, þannig að foreldrar verði að komast heim í hádegi til að sinna börnum. Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, segir að í raun sé ekki raunhæft að skilgreina Patreksfjörð og Bíldudal sem eitt atvinnusvæði þar sem tvær fjallsheiðar, sem oft séu ófærar, skilji að. Vegagerðin byrjar ekki mokstur fyrr en klukkan sjö, á sama tíma og vinnudagurinn hefst í fiskvinnslunni. Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða, segir að þó að Bíldudalur og Patreksfjörður tilheyri sama atvinnusvæði sé ekki þar með sagt að fólk missi atvinnuleysisbæturnar þó svo að það hafni atvinnu á svæðinu. "Það þarf að huga að ýmsum þáttum í aðstöðu fólks og meta hvert tilfelli fyrir sig því þó að nokkrir Bílddælingar vinni nú þegar á Patreksfirði er ekki þar með sagt að hver sem er sjái sér fært að gera það," segir hún. Ástæðan fyrir fundarhöldunum á mánudag var sú að nú þegar hafa tvö fyrirtæki á Patreksfirði sótt um atvinnuleyfi fyrir útlendinga en áður en slík leyfi eru veitt verður að ganga úr skugga um að ekki sé til staðar atvinnulaust fólk sem geti unnið þau störf sem ráða á í. Mestar líkur eru því á að útlendingunum, sem eru vel á þriðja tug, verði veitt atvinnuleyfi innan skamms, að sögn Guðrúnar Stellu. Fréttir Innlent Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Enginn af fyrrum verkamönnum fiskvinnslunar Bílddælings sá sér fært að sækja atvinnu á Patreksfirði þó aðeins sé 25 kílómetra akstur á milli bæjanna, sem tilheyra báðir sveitarfélaginu Vesturbyggð. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða hélt fund á mánudaginn var með starfsfólkinu og kannaði hug þess til að vinna við fiskvinnslu á Patreksfirði ef það yrði sótt á Bíldudal með rútu klukkan hálf sjö að morgni og keyrt aftur að vinnudegi loknum. Einnig var áhugi fólksins fyrir því að flytja til Patreksfjarðar kannaður en enginn hafði hug á því. Fyrrum starfsmaður Bílddælings sem sat fundinn segir að helsta ástæðan fyrir því að enginn geti sótt atvinnu á Patreksfirði sé sú að leikvöllurinn og grunnskólinn á Bíldudal byrji klukkan átta og á hvorugum stað sé hádegismatur, þannig að foreldrar verði að komast heim í hádegi til að sinna börnum. Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, segir að í raun sé ekki raunhæft að skilgreina Patreksfjörð og Bíldudal sem eitt atvinnusvæði þar sem tvær fjallsheiðar, sem oft séu ófærar, skilji að. Vegagerðin byrjar ekki mokstur fyrr en klukkan sjö, á sama tíma og vinnudagurinn hefst í fiskvinnslunni. Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða, segir að þó að Bíldudalur og Patreksfjörður tilheyri sama atvinnusvæði sé ekki þar með sagt að fólk missi atvinnuleysisbæturnar þó svo að það hafni atvinnu á svæðinu. "Það þarf að huga að ýmsum þáttum í aðstöðu fólks og meta hvert tilfelli fyrir sig því þó að nokkrir Bílddælingar vinni nú þegar á Patreksfirði er ekki þar með sagt að hver sem er sjái sér fært að gera það," segir hún. Ástæðan fyrir fundarhöldunum á mánudag var sú að nú þegar hafa tvö fyrirtæki á Patreksfirði sótt um atvinnuleyfi fyrir útlendinga en áður en slík leyfi eru veitt verður að ganga úr skugga um að ekki sé til staðar atvinnulaust fólk sem geti unnið þau störf sem ráða á í. Mestar líkur eru því á að útlendingunum, sem eru vel á þriðja tug, verði veitt atvinnuleyfi innan skamms, að sögn Guðrúnar Stellu.
Fréttir Innlent Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira