Er Sims 2 æfingatæki barnaníðinga? 28. júlí 2005 00:01 Öll umræðan um Hot Coffee hneykslið sem tengist Grand Theft Auto hefur nú teygt út anga sína í annan vinsælan tölvuleik. Sims 2 hefur nú orðið fyrir barðinu og samkvæmt Miami lögfræðingnum Jack Thomson er leikurinn æfingartæki fyrir barnaníðinga. Þeir sem hafa spilað leikinn vita að ekki er hægt að sjá karaktera leiksins nakta en með einföldum breytikóða sem finnst á netinu er hægt að fjarlægja allar hindranir og gera alla karaktera nakta og þar með börn meðtalin. Vissu fyrirframNokkrir simmar í fötum í góðum fílingJack Thomson segir að framleiðandinn Electronic Arts hafi vitað þetta fyrirfram og sé að vinna náið með "mod" samfélaginu í að færa klámleiki í hendurnar á fólki. Jack Thomson vinnur sem lögfræðingur gegn leikjafyrirtækjum sem framleiða ósiðlega leiki og er nokkurskonar krossfari í þeim geira. Electronic Arts er útgefandi Sims 2 og talsmaður fyrirtækisins Jeff Brown segir staðhæfingar Jack Thomsons algjöra vitleysu. "Heilbrigt fólk skilur að það er ekkert ósiðlegt við leikinn. Heilbrigt fólk veit hvað breytikóðar (mods) eru. Neytandi sem notar breytikóða gerir það í engu samkomulagi við fyrirtækið. Það er engin nekt. Það er ekkert óheilbrigt eða gróft við Sims 2" Geim mun fylgjast með þróun þessara mála enda Sims serían ein sú vinsælasta í leikjaheiminum. Heimasíða Jack Thomson: http://stopkill.com/ Heimasíða Sims 2: http://thesims2.ea.com/ Franz Leikjavélar Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Öll umræðan um Hot Coffee hneykslið sem tengist Grand Theft Auto hefur nú teygt út anga sína í annan vinsælan tölvuleik. Sims 2 hefur nú orðið fyrir barðinu og samkvæmt Miami lögfræðingnum Jack Thomson er leikurinn æfingartæki fyrir barnaníðinga. Þeir sem hafa spilað leikinn vita að ekki er hægt að sjá karaktera leiksins nakta en með einföldum breytikóða sem finnst á netinu er hægt að fjarlægja allar hindranir og gera alla karaktera nakta og þar með börn meðtalin. Vissu fyrirframNokkrir simmar í fötum í góðum fílingJack Thomson segir að framleiðandinn Electronic Arts hafi vitað þetta fyrirfram og sé að vinna náið með "mod" samfélaginu í að færa klámleiki í hendurnar á fólki. Jack Thomson vinnur sem lögfræðingur gegn leikjafyrirtækjum sem framleiða ósiðlega leiki og er nokkurskonar krossfari í þeim geira. Electronic Arts er útgefandi Sims 2 og talsmaður fyrirtækisins Jeff Brown segir staðhæfingar Jack Thomsons algjöra vitleysu. "Heilbrigt fólk skilur að það er ekkert ósiðlegt við leikinn. Heilbrigt fólk veit hvað breytikóðar (mods) eru. Neytandi sem notar breytikóða gerir það í engu samkomulagi við fyrirtækið. Það er engin nekt. Það er ekkert óheilbrigt eða gróft við Sims 2" Geim mun fylgjast með þróun þessara mála enda Sims serían ein sú vinsælasta í leikjaheiminum. Heimasíða Jack Thomson: http://stopkill.com/ Heimasíða Sims 2: http://thesims2.ea.com/
Franz Leikjavélar Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira