Sport

Fylkir vann öruggan sigur á ÍBV

Fylkismenn lögðu ÍBV, 3-0, í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í Eyjum í dag. Björgólfur Takefusa skoraði tvö marka Fylkis og Viktor Bjarki Arnarson eitt. Staðan í hálfleik var 1-0. Páll Hjarðar, varnarmaður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik. Fylkir styrkti stöðu sína í fjórða sæti og er með 14 stig, einu minna en Keflavík. ÍBV er sem fyrr í næstneðsta sæti með sex stig. Einn leikur er eftir í fyrri umferð Íslandsmótsins: KR og ÍA mætast á fimmtudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×