Innlent

Hyggst halda áfram í hungurverkfalli uns kjör öryrkja verða bætt

Öryrkinn Sonja Haralds hefur ekki neytt matar í 28 daga og hyggst halda hungurverkfallinu áfram uns kjör öryrkja verða bætt eða hún sjálf deyr. Hún hefur gengið þannig frá málum að ef ástand hennar verður lífshættulegt má ekki gera tilraunir til að lífga hana við. Aðstoðarlandlæknir segir fólk ráða lífi sínu og ekki sé hægt að þvinga það til að þiggja læknismeðferð.

Í dag er dagur númer 28 í hungurverkfalli hinnar 68 ára gömlu Sonju Harlds. Sonja, sem er öryrki vegna geðsjúkdóms, segir þolinmæði sína gagnvart því að kjör öryrkja eins og hennar verði bætt á þrotum. Sjálf kveðst hún ekki lifa á bótum sínum og því er krafa hennar skýr. Hún vill að kjör öryrkja verði bætt og þeim tryggðar 150 þúsund króna lágmarksbætur. Sonja hefur búið svo um hnútana að verði ástand hennar þannig að hún geti ekki sjálf ákveðið hvort reyna eigi að bjarga lífi hennar þá verði það ekki gert. Læknar frá heilsugæslunni í Fossvogi heimsóttu svo Sonju í gær. Sonja segir að ekkert hafi komið úr fundi hennar og læknanna. Hún segist sofa illa en læknarnir vildu ekki gefa henni svefnlyf. Sonja segir að læknarnir hafi ekki skoðað sig eða athugað heilsu hennar.

Sonja hefur búið á Íslandi í 45 ár en er fædd í Þýskalandi. Það var Íslenski hesturinn sem dró hana hingað unga að árum. Það er mörg ár síðan Sonja sat síðast hest. Hún sýnir okkur myndir af sex útlendum börnum. Börnunum hennar. En Sonja hefur varið rúmum fimm þúsund krónum í hverjum mánuði frá árinu 1978 í ABC hjálparstarf. Börn í fjórum löndum í þremur heimsálfum hafa þannig notið gæsku Sonju og fyrir vikið getað stundað nám og fengið læknisaðstoð. Aðstoð sem hún hefur nú alfarið hafnað. Landlæknisembættinu barst mál Sonju fyrir skemmstu. Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlæknir segir slík mál eðlilega sjaldgæf hér á landi. Matthías segir að það verði að virðasjálfsákvörðunarrétt fólks ef það er í góðu jarðsambandiog er fullfært um að stjórna gerðum sínum. Í lögum um réttindi sjúklinga segir að fólk hafi rétt til þess að hafna meðferð og það eigi við um tilfelli Sonju. Matthías segir að ef hið opinbera eigi að grípa inn í þá þurfi ættingjar að óska sviptingar sjálfræðis. Það mun þó ekki verða gert í tilfelli Sonju. Skilaboð hennar til valdhafa á Íslandi eru enn skýr. Sonjasegir að stjórnvöld verði aðtaka sig til í andlitinu. Þaðkominn tími til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×