Þjófur sætti lagi meðan enginn var heima Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. desember 2005 06:00 Gert við gluggann hjá Berglindi. "Ég ákvað að bregða mér í World Class og fór í tvo tíma. Þegar ég kom heim sá ég að spenntur hafði verið upp kræktur eldhúsgluggi og brotist inn," segir Berglind Bjarný Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðinemi sem býr ásamt vinkonu sinni í kjallaraíbúð við Hátún í Reykjavík. "Þetta gerðist 15. desember, sama dag og ég kláraði prófin." Meðal þess sem stolið var hjá Berglindi var glæný fartölva sem hún hafði þá átt í um þrjár vikur. "Ég var búin að vera inni í herbergi að læra fyrir próf nánast allan þennan tíma og skrifborðið er þannig staðsett að örugglega sést vel inn og blokk beint á móti. Svo er náttúrlega blár bjarmi af tölvunni. Svo datt mér reyndar líka í huga að einhver hefði fengið ábendingu eða séð til þegar tölvan var keypt og setið um að stela henni, en auðvitað gæti þetta hafa verið hver sem er," segir Berglind. Lögreglan kom sama dag og innbrotið var framið en ekki hefur heyrst frá henni síðan um gang rannsóknarinnar. Berglindi Bjarnýju er nokkuð brugðið við atburðinn og hefur gripið til aðgerða til að sagan endurtaki sig ekki. Í gær voru til að mynda settir rimlar fyrir glugga hjá henni. Þá er tjónið við að tapa nýrri fartölvu tilfinnanlegt enda um dýrt tæki að ræða. "Ég keypti hana á tölvukaupaláni Tryggingamiðstöðvarinnar og á raunar ekki að byrja að borga af henni fyrr en í næsta mánuði. Við fyrstu sýn virðist sem ég verði að gera það því starfsmanninum sem seldi mér tölvuna láðist að spyrja hvort ég vildi tryggingu með henni, en ég hélt að hún fylgdi með í kaupunum fyrst tölvan var á láni frá tryggingafélaginu," segir Berglind, sem þó kveðst ætla að kanna þau mál nánar. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að oftast virðist sem tilviljun ráði mestu um hvar innbrotsþjófar láta greipar sópa. "Stundum virðist manni sem þessum mönnum sé ætlað að vera skipulagðari en þeir eru í raun. Núna í vikunni gripum við einn sem gekk bara á milli húsa og bankaði upp á með upplogið erindi. Þar sem enginn var heima braust hann inn," segir Hörður. Pétur Már Jónsson, yfirmaður tjónadeildar VÍS, segir innbrotsþjófa væntanlega hafa ýmis ráð þegar að því kemur að velja sér fórnarlömb. "Síðasta vor heyrði ég af því að misindismenn hefðu gáð að því hvaða börn væru að fermast til að velja vænlegan stað til innbrota. Svo er auðvitað er fræðilegur möguleiki að fylgjast með einhverjum sem er að kaupa grip á borð við fartölvu eða flatskjársjónvarp, elta heim og sæta svo lagi með þjófnaðinn síðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
"Ég ákvað að bregða mér í World Class og fór í tvo tíma. Þegar ég kom heim sá ég að spenntur hafði verið upp kræktur eldhúsgluggi og brotist inn," segir Berglind Bjarný Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðinemi sem býr ásamt vinkonu sinni í kjallaraíbúð við Hátún í Reykjavík. "Þetta gerðist 15. desember, sama dag og ég kláraði prófin." Meðal þess sem stolið var hjá Berglindi var glæný fartölva sem hún hafði þá átt í um þrjár vikur. "Ég var búin að vera inni í herbergi að læra fyrir próf nánast allan þennan tíma og skrifborðið er þannig staðsett að örugglega sést vel inn og blokk beint á móti. Svo er náttúrlega blár bjarmi af tölvunni. Svo datt mér reyndar líka í huga að einhver hefði fengið ábendingu eða séð til þegar tölvan var keypt og setið um að stela henni, en auðvitað gæti þetta hafa verið hver sem er," segir Berglind. Lögreglan kom sama dag og innbrotið var framið en ekki hefur heyrst frá henni síðan um gang rannsóknarinnar. Berglindi Bjarnýju er nokkuð brugðið við atburðinn og hefur gripið til aðgerða til að sagan endurtaki sig ekki. Í gær voru til að mynda settir rimlar fyrir glugga hjá henni. Þá er tjónið við að tapa nýrri fartölvu tilfinnanlegt enda um dýrt tæki að ræða. "Ég keypti hana á tölvukaupaláni Tryggingamiðstöðvarinnar og á raunar ekki að byrja að borga af henni fyrr en í næsta mánuði. Við fyrstu sýn virðist sem ég verði að gera það því starfsmanninum sem seldi mér tölvuna láðist að spyrja hvort ég vildi tryggingu með henni, en ég hélt að hún fylgdi með í kaupunum fyrst tölvan var á láni frá tryggingafélaginu," segir Berglind, sem þó kveðst ætla að kanna þau mál nánar. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að oftast virðist sem tilviljun ráði mestu um hvar innbrotsþjófar láta greipar sópa. "Stundum virðist manni sem þessum mönnum sé ætlað að vera skipulagðari en þeir eru í raun. Núna í vikunni gripum við einn sem gekk bara á milli húsa og bankaði upp á með upplogið erindi. Þar sem enginn var heima braust hann inn," segir Hörður. Pétur Már Jónsson, yfirmaður tjónadeildar VÍS, segir innbrotsþjófa væntanlega hafa ýmis ráð þegar að því kemur að velja sér fórnarlömb. "Síðasta vor heyrði ég af því að misindismenn hefðu gáð að því hvaða börn væru að fermast til að velja vænlegan stað til innbrota. Svo er auðvitað er fræðilegur möguleiki að fylgjast með einhverjum sem er að kaupa grip á borð við fartölvu eða flatskjársjónvarp, elta heim og sæta svo lagi með þjófnaðinn síðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira