Erlent

Hægriflokkum spáð sigri í Póllandi

Þingkosningar fara fram í Póllandi nú um helgina. Tveir miðju-hægriflokkar mælast fylgismestir í skoðanakönnunum og er búist við því að vinstriflokkarnir sem stóðu að fráfarandi minnihlutastjórn bíði mikið afhroð. Flokkarnir sem spáð er sigri stefna að því að mynda samsteypustjórn, sem gæti jafnvel haft tvo þriðju hluta þingsæta á bak við sig, en það væri nógu stór meirihluti til að koma stjórnarskrárbreytingum í gegn. En nokkuð óljóst er hvor flokkurinn mun koma sterkari út úr þessum kosningum, flokkur frjálshyggjumanna sem staðráðnir eru í að draga úr ríkisumsvifum eða flokkur sem er mjög íhaldssamur í félagsmálum og vill varðveita velferðarkerfið. Hvor flokkurinn hefur yfirhöndina í komandi ríkisstjórnarsamstarfi mun hafa mikið að segja um væntanlega efnahagsstefnu hennar. Sá fyrrnefndi, Borgaravettvangurinn, mældist í síðustu skoðanakönnunum með um 34 prósenta fylgi en hinn, íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti, með 29 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×