Sport

Magnús Bess í öðru sæti

Hinn nýkrýndi Íslandsmeistari Magnús Bess Júlíusson hafnaði í öðru sæti á Norðurlandamótinu í vaxtarrækt sem haldið var í Helsinki í Finnlandi um helgina. Magnús keppti í -95 kílóa flokki og er þetta besti árangur sem íslenskur keppandi hefur náð á sambærilegu móti erlendis. Sigurður Gestsson hafnaði í 5. sæti í -85 kílóa flokki á sama móti. Einnig var keppt í Fitness á sama móti og þar höfnuðu þær Heiðrún Sigurðardóttir og Anna Bella Markúsdóttir í þriðja sæti í sínum flokki, sem er besti árangur sem íslenskir keppendur hafa náð á Norðurlandamóti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×