Sport

Guðmundur og Kristín unnu

Guðmundur Stephensen úr Víkingi og Kristín Á. Hjálmarsdóttir úr KR tryggðu sér um helgina stigameistaratitil vetrarins á Grand Prix mótaröðinni í borðtennis, þegar þau unnu bæði sigur á lokamótinu sem haldið var í TBR-húsinu. Guðmundur vann öruggan 4-0 sigur á bróður sínum Matthíasi Stephensen í úrslitaleik karla og Kristín sigraði Halldóru Ólafsdóttur úr Víkingi í úrslitaleik kvenna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×