Erlent

Eins metra langir kjörseðlar í Danmörku

Eins metra langir kjörseðlar gerðu mörgum Dönum lífið leitt í sveitarstjórnarkosningum í dag. Vegna sameiningar sveitarfélaga þurfti að hafa seðlana svo stóra til að koma nöfnum allra frambjóðenda fyrir. Kosið var eftir nýrri skipan, sem tekur þó fyrst gildi í ársbyrjun 2007.

Sveitarfélögum í Danmörku, eða kommúnum, fækkar úr 275 í 98. Næsta stjórnsýslustig eru ömtin, sem frá árinu 1970 hafa verið fjórtán. Þau hverfa og Danmörku verður í staðinn skipt í fimm landshluta. Ástæðan? Sparnaður og einfaldara stjórnkerfi.

Flemming Mønster ritstjóri segir annað stórt vandamál við kosningarnar er það aðDanirþurfiekki bara að læra inná þessar nýju stóru einingar heldur líka að kynnast mörgum nýjum stjórnmálamönnum, semþeirþekkiekki. Og það geri kosningarnar erfiðar og framandi.

Mary Nilsen var á kjörstað. Hún sagðist hafa kosið eins og maðurinn hefði ráðlagt henni að gera. Hún þekkti ekkert inn á þetta.

Nýju landshlutarnir munu ekki innheimta skatta, þeir verða einungis á fjárlögum frá ríkinu. Gagnrýnendur segja að þannig verði pólitísk barátta um fjármagn minni milli landshluta, en hluti verkefna gömlu amtanna flyst yfir til ríkisins.

 

Roger Buch, lektor blaðamannaháskólans í Árósum , segir að a lþingismenn vilj i ekki fá vandamál heilsugæslunnar, eins og læknamistök og biðlista, inn á sitt borð. S veitarfélögin séu of smá til að taka við málefnum heilsugæslunnar. Það sé erfitt að koma með aðra lausn en þá að heilsugæslan verði á ábyrgð nýju landshlutanna.

Sé erlendur ríkisborgari með lögheimili í Danmörku má hann kjósa í sveitarstjórnarkosningum. Stöð 2 fylgdist með íslenskum námsmanni, Agli Heinesen,í kjörklefanum.Egill sagðimálin örlítið flókin. Hann hefði fengið tvo seðla, annan fyrir landshlutann og hinn fyrir sveitarfélagið.Reyndar áttu margir fullt í fangi með að koma stóru gulu landshlutaseðlunum í kjörkassanaeða tunnurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×