Erlent

Hafi horft á klám með Jackson

Gavin Arvizo, drengurinn sem sakar Michael Jackson um kynferðislega áreitni, bar í gær vitni um það að hann hefði sofið í rúmi söngvarans og saman hefðu þeir horft á klám á Netinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan réttarhöldin hófust sem Arvizo, sem er fimmtán ára, hittir Jackson, augliti til auglitis í réttarsalnum. Jackson neitar öllum ásökunum en ef hann verður sakfelldur gæti hans beðið allt að 21 árs fangelsisdómur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×