Erlent

Vill útrýma klámiðnaðinum

Matt Bartle, þingmaður repúblikana á ríkisþingi Missouri, hefur lagt fram frumvarp sem á að ganga af klámiðnaðinum dauðum í ríkinu. Áður hefur ríkisþingið samþykkt bann við veggspjöldum sem gera út á kynþokka og því að stúlkur undir nítján ára aldri vinni við nektardans. Bartle leggur til að lagður verði 20 prósenta skattur á allar tekjur fyrirtækja sem gera út á kynlífsþjónustu, að 300 króna skattur verði lagður á hvern viðskiptavin og að fyrirtækjunum verði bannað að hafa opið síðla kvölds og að næturlagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×