Erlent

Rice orðin utanríkisráðherra

Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær skipun Condoleezza Rice í embætti utanríkisráðherra. 85 þingmenn greiddu atkvæði með skipun Rice en þrettán á móti. Það hefur ekki gerst frá lokum seinni heimsstyrjaldar að svo margir þingmenn hafi greitt atkvæði gegn skipan utanríkisráðherra. Fjöldi þingmanna gagnrýndi utanríkisstefnu Bandaríkjanna og þátt Rice í mótun hennar þó þeir greiddu ekki allir atkvæði gegn Rice. Hún verður fyrsta þeldökka konan til að taka við embættinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×