Ari Edwald verður forstjóri 365 30. desember 2005 10:47 Gunnar Smári Egilsson hefur verið ráðinn forstjóri Dagsbrúnar en Eiríkur S. Jóhannsson fer til starfa hjá Baugi Group. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn forstjóri 365. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi fyrir stundu. Þessar mannabreytingar endurspegla viss þáttaskil hjá Dagsbrún. Verki Eiríks við formbreytingu félagsins er lokið en Gunnar Smári mun leiða sókn þess á erlenda markaði.Gunnar Smári Egilsson, sem verið hefur forstjóri 365, verður forstjóri Dagsbrúnar. Gunnar Smári er einn af stofnendum Fréttablaðsins og stýrði skjótum vexti þess. Hann hefur leitt samruna ljósvaka- og prentmiðla félagsins sem einnig hefur getið af sér mikinn vöxt. Verkefni Gunnars Smára verður að stýra sókn Dagsbrúnar á erlenda markaði. "Það hefur alltaf verið sannfæring okkar að ef okkur tækist að byggja upp öflugt fjölmiðlafyrirtæki á 300 þúsund manna markaði ætti sýn okkar og stefna fullt erindi á stærri markaði," segir Gunnar Smári. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn forstjóri 365. Ari hefur starfað fyrir Samtök atvinnulífsins frá árinu 1999. Áður starfaði Ari sem aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra og aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Ari var ritstjóri Viðskiptablaðsins 1998. Ari hefur stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund frá 1983, lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1988 og MBA í rekstrarhagfræði frá University of San Francisco, McLaren School of Business 1991. "Mér finnst 365 gríðarlega spennandi fyrirtæki sem hefur verið byggt upp af myndarskap af kraftmiklu fólki og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," segir Ari. Eiríkur S. Jóhannsson lætur af störfum sem forstjóri Dagsbrúnar og fer nú til starfa hjá Baugi Group. "Ég tók að mér að leiða það verkefni að setja saman undir eitt móðurfélag rekstur 365 miðla og OgVodafone. Því verkefni er að mestu lokið og þar sem mér hafa boðist önnur spennandi verkefni tel ég rétt að aðrir leiði sókn Dagsbrúnar," segir Eiríkur. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, segir að stjórnin hafi tekið ákvörðun um útrás á sviði fjölmiðlunar og að Gunnar Smári Egilsson muni leiða hana. Viðar Þorkelsson, framkvæmdastjóri fjármála Dagsbrúnar, mun sjá um fjármálastjórn samstæðunnar allrar. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Ogvodafone, mun stýra uppbyggingu fjarskiptahluta Dagsbrúnar en Ari Edwald fjölmiðlahlutanum innanlands. "Við þökkum Eiríki gott starf við samruna og samhæfingu fyrirtækja innan Dagsbrúnar. Þar hefur sérkunnátta hans nýst félaginu vel. Næstu verkefni félagsins verða uppbygging félagsins á erlendum mörkuðum, einkum á sviði fjölmiðlunar. Gunnar Smári Egilsson mun leiða þá sókn auk þess að gegna forstjórastarfi í Dagsbrún," segir Þórdís. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson hefur verið ráðinn forstjóri Dagsbrúnar en Eiríkur S. Jóhannsson fer til starfa hjá Baugi Group. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn forstjóri 365. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi fyrir stundu. Þessar mannabreytingar endurspegla viss þáttaskil hjá Dagsbrún. Verki Eiríks við formbreytingu félagsins er lokið en Gunnar Smári mun leiða sókn þess á erlenda markaði.Gunnar Smári Egilsson, sem verið hefur forstjóri 365, verður forstjóri Dagsbrúnar. Gunnar Smári er einn af stofnendum Fréttablaðsins og stýrði skjótum vexti þess. Hann hefur leitt samruna ljósvaka- og prentmiðla félagsins sem einnig hefur getið af sér mikinn vöxt. Verkefni Gunnars Smára verður að stýra sókn Dagsbrúnar á erlenda markaði. "Það hefur alltaf verið sannfæring okkar að ef okkur tækist að byggja upp öflugt fjölmiðlafyrirtæki á 300 þúsund manna markaði ætti sýn okkar og stefna fullt erindi á stærri markaði," segir Gunnar Smári. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn forstjóri 365. Ari hefur starfað fyrir Samtök atvinnulífsins frá árinu 1999. Áður starfaði Ari sem aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra og aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Ari var ritstjóri Viðskiptablaðsins 1998. Ari hefur stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund frá 1983, lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1988 og MBA í rekstrarhagfræði frá University of San Francisco, McLaren School of Business 1991. "Mér finnst 365 gríðarlega spennandi fyrirtæki sem hefur verið byggt upp af myndarskap af kraftmiklu fólki og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," segir Ari. Eiríkur S. Jóhannsson lætur af störfum sem forstjóri Dagsbrúnar og fer nú til starfa hjá Baugi Group. "Ég tók að mér að leiða það verkefni að setja saman undir eitt móðurfélag rekstur 365 miðla og OgVodafone. Því verkefni er að mestu lokið og þar sem mér hafa boðist önnur spennandi verkefni tel ég rétt að aðrir leiði sókn Dagsbrúnar," segir Eiríkur. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, segir að stjórnin hafi tekið ákvörðun um útrás á sviði fjölmiðlunar og að Gunnar Smári Egilsson muni leiða hana. Viðar Þorkelsson, framkvæmdastjóri fjármála Dagsbrúnar, mun sjá um fjármálastjórn samstæðunnar allrar. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Ogvodafone, mun stýra uppbyggingu fjarskiptahluta Dagsbrúnar en Ari Edwald fjölmiðlahlutanum innanlands. "Við þökkum Eiríki gott starf við samruna og samhæfingu fyrirtækja innan Dagsbrúnar. Þar hefur sérkunnátta hans nýst félaginu vel. Næstu verkefni félagsins verða uppbygging félagsins á erlendum mörkuðum, einkum á sviði fjölmiðlunar. Gunnar Smári Egilsson mun leiða þá sókn auk þess að gegna forstjórastarfi í Dagsbrún," segir Þórdís.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira