Innlent

Heimsmet í notkun ofvirknilyfja

Íslendingar eiga heimsmet í notkun ofvirknilyfja samkvæmt nýrri skýrslu frá lyfjaeftirliti Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar eru þess vafasama heiðurs aðnjótandi að nota mest allra þjóða af lyfjum eins og rítalíni, miðað við höfðatölu. Bandaríkjamenn voru áður efstir á blaði en í skýrslunni kemur fram að Íslendingar hafi nú farið fram úr þeim, enda hafi notkunin sexfaldast hér á landi undanfarin fimm ár. Þar segir enn fremur að þótt ljóst sé að lyf af þessu tagi geri óneitanlega mikið gagn sé nauðsynlegt að sporna við misnotkun þeirra, sem hafi færst verulega í vöxt á undanförnum misserum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×