Erlent

Fangi skaut átta til bana

Hermenn á vakt nærri fangelsinu þar sem fanginn hóf skothríð.
Hermenn á vakt nærri fangelsinu þar sem fanginn hóf skothríð. MYND/AP

Átta féllu þegar fangi hrifsaði hríðskotariffil af fangaverði í Al-Adala fangelsinu í Bagdad fyrr í dag og hóf skothríð á fangaverði og fanga.

Íraskir embættismenn sögðu fangann hafa skotið á fanga og fangaverði af handahófi og lágu fjórir fangar og jafnmargir fangaverðir í valnum þegar fangaverðir náðu að yfirbuga manninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×