Erlent

Sendi ekki veik börn úr landi

Rauði kross Svíþjóðar og samtökin Save the Children hafa hvatt sænsk yfirvöld til þess að hætta við að vísa úr landi 150 börnum sem sótt hafa um hæli og þjást af dularfullum sjúkdómi sem lýsir sér í því að þau hafa engan lífsvilja. Börnin sem komu með foreldrum sínum frá Miðausturlöndum, Balkanskaganum og lýðveldum Sovétríkjanna sálugu neita algerlega að hreyfa sig, tala og nærast og hafa þau fengið næringu í æð. Læknar sem rannsakað hafa börnin segja að þau bregðist svona við vegna þjáninga fjölskyldunnar í heimalandinu og vegna óvissu um framtíðina en sumir geðlæknar halda því fram að börnin geri sér þetta upp. Svíar hafa nýverið hert innflytjendalöggjöf sína en Rauði krossinn og Save the Children fara fram á það að lögin verði beygð í nafni mannréttinda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×