Erlent

Drápu 84 uppreisnarmenn

Írakskir og bandarískir hermenn drápu 84 uppreisnarmenn í árás á þjálfunarbúðir norður af Bagdad í gær. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Íraks í dag. Margir þeirra sé féllu voru af erlendum uppruna, þar á meðal Sýrlendingar, Sádar auk Súdana, Alsíringa og Marokkóa. Bandarískar herþyrlur voru notaðar í bardaganum sem stóð í nokkrar klukkustundir. Bandaríkjaher segir að enginn bandarískur hermaður hafi særst eða látist í árásinni en sex írakskir hermenn urðu fyrir skotum uppreisarmanna og særðust. Þetta er eitt mesta mannfall í röðum uppreisnarmanna í Írak frá því að ráðist var inn í landið fyrir rúmum tveimur árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×