Dallas - Houston 22. apríl 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Viðureign Texas liðanna Dallas og Houston verður ef að líkum lætur ein sú jafnasta og mest spennandi í fyrstu umferðinni í ár. Stórskotalið Dallas er óðum að tileinka sér betri varnarleik eftir þjálfaraskiptin og gaman verður að sjá hvernig þeim reiðir af gegn varnarsinnuðum grönnum sínum í Houston Rockets. Dallas liðið hefur verið á mikilli siglingu allar götur síðan Avery Johnson tók við liðinu af lærimeistara sínum Don Nelson, en hann hefur eilítið aðrar áherslur en gamli maðurinn, ekki síst í varnarleiknum. Dallas hefur verið eitt skemmtilegasta sóknarlið deildarinnar á síðustu árum, en það hefur ekki skilað liðinu lengra en í aðra umferð úrsiltakeppninnar, þar sem varnarleikurinn skiptir öllu máli. Menn þar á bæ vona að þetta breytist í ár, ekki síst með tilkomu miðherjans Eric Dampier, sem gefur liðinu fyrsta trausta miðherjann sem það hefur haft í háa herrans tíð. Liðið er nú laust við meiðsli í fyrsta sinn í vetur og vann 9 síðustu leiki sína á leiktíðinni, sem er gott veganesti fyrir framhaldið. Houston Rockets er mjög gott lið og er með hinn varnarsinnaða þjálfara Jeff van Gundy, sem kýs að leika hægan og agaðan sóknarleik og vill vinna leiki með góðri vörn. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að ná ekki að fullnýta þá Yao Ming og Tracy McGrady sóknarlega, en sá síðarnefndi getur upp á sitt einsdæmi gert út um leiki sóknarlega ef sá gállinn er á honum. Liðið er skipað mörgum reynsluboltum og leikaðferð þess er vel til þess fallin að spila í úrslitakeppni, svo að þeir gætu farið langt í ár. Hversu langt þeir ná fer að margra mati eftir því hve vel risinn Yao Ming leikur, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of passífur í leik sínum og fær á sig alltof mikið af klaufavillum. Hann er hinsvegar óstöðvandi þegar hann nær sér á strik og verður að leika vel til að bæta fyrir fjarveru Juwan Howard, sem ekki getur leikið með Rockets í úrslitakeppninni vegna meiðsla. Fyrsti leikur liðanna er á laugardagskvöld í Dallas. NBA Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Viðureign Texas liðanna Dallas og Houston verður ef að líkum lætur ein sú jafnasta og mest spennandi í fyrstu umferðinni í ár. Stórskotalið Dallas er óðum að tileinka sér betri varnarleik eftir þjálfaraskiptin og gaman verður að sjá hvernig þeim reiðir af gegn varnarsinnuðum grönnum sínum í Houston Rockets. Dallas liðið hefur verið á mikilli siglingu allar götur síðan Avery Johnson tók við liðinu af lærimeistara sínum Don Nelson, en hann hefur eilítið aðrar áherslur en gamli maðurinn, ekki síst í varnarleiknum. Dallas hefur verið eitt skemmtilegasta sóknarlið deildarinnar á síðustu árum, en það hefur ekki skilað liðinu lengra en í aðra umferð úrsiltakeppninnar, þar sem varnarleikurinn skiptir öllu máli. Menn þar á bæ vona að þetta breytist í ár, ekki síst með tilkomu miðherjans Eric Dampier, sem gefur liðinu fyrsta trausta miðherjann sem það hefur haft í háa herrans tíð. Liðið er nú laust við meiðsli í fyrsta sinn í vetur og vann 9 síðustu leiki sína á leiktíðinni, sem er gott veganesti fyrir framhaldið. Houston Rockets er mjög gott lið og er með hinn varnarsinnaða þjálfara Jeff van Gundy, sem kýs að leika hægan og agaðan sóknarleik og vill vinna leiki með góðri vörn. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að ná ekki að fullnýta þá Yao Ming og Tracy McGrady sóknarlega, en sá síðarnefndi getur upp á sitt einsdæmi gert út um leiki sóknarlega ef sá gállinn er á honum. Liðið er skipað mörgum reynsluboltum og leikaðferð þess er vel til þess fallin að spila í úrslitakeppni, svo að þeir gætu farið langt í ár. Hversu langt þeir ná fer að margra mati eftir því hve vel risinn Yao Ming leikur, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of passífur í leik sínum og fær á sig alltof mikið af klaufavillum. Hann er hinsvegar óstöðvandi þegar hann nær sér á strik og verður að leika vel til að bæta fyrir fjarveru Juwan Howard, sem ekki getur leikið með Rockets í úrslitakeppninni vegna meiðsla. Fyrsti leikur liðanna er á laugardagskvöld í Dallas.
NBA Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira