Sport

Ekki í stríði við KSÍ

Það hefur vakið athygli undanfarið að það hafa birtst neikvæðar fréttir af knattspyrnuliði Vals í tvígang á heimasíðu KSÍ. Fyrst var félagið áminnt og sektað fyrir slæleg vinnubrögð við skil gagna í Leyfiskerfið og síðan var félaginu dæmt tap, 3-0, í leik gegn ÍBV í deildarbikarnum þar sem félagið notaði Bjarna Ólaf Eiríksson í leiknum en hann hafði fengið þrjú gul spjöld og átti, samkvæmt reglum KSÍ, að vera sjálfkrafa í leikbanni.Unnar Steinn Bjarndal, framkvæmdastjóri Vals, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að félagið væri ekki í stríði við KSÍ þrátt fyrir þessi tvö atvik sem hafa komið upp. "Eðli málsins samkvæmt þá erum við að skoða þetta Leyfismál bæði innanhúss og í samvinnu með KSÍ," sagði Unnar Steinn og bætti við að hann hefði ekki tekið þátt í gerð gagna fyrir Leyfiskerfið þar sem hann hefði ekki hafið störf fyrr en 17. mars. Það segði sig því sjálft að hann hefði ekki komið að málinu. Varðandi leikbannið þá sagði Unnar Steinn þetta hafa verið óþarfa mistök. "Við munum læra af þessu. Það gilda ekki sömu reglur um leikbönn í mótum KSÍ en ég lít svo á að þetta mál sé úr sögunni. Þetta þjappar mönnum saman og setur ekki strik í reikninginn hjá okkur."Unnar Steinn sagði einnig að þessar tvær neikvæðu fréttir um Val væru þó engan veginn í takt við uppganginn í félaginu. "Við höfum náð fínum árangri að undanförnu, það á sér stað mikil uppbygging á svæði okkar og við Valsmenn stefnum hátt."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×