Sport

Schumacher í samningaviðræðum

Michael Schumacher hefur staðfest að hann eigi í samningaviðræðum við Jean Todt, stjóra Ferrariliðsins í Formúlu 1 kappakstrinum. Samningur Schumachers rennur út árið 2006 en ökuþórinn knái telur góðar líkur á að hann verði framlengdur. "Fernando Alonso er einn af þeim sem kemur til greina sem arftaki minn," sagði Schumacher og bætti því við að hann bæri mikla virðingu fyrir Kimi Raikkonen, Felipe Massa og Mark Webber. "Þeir eru allir mjög góðir ökumenn." Michael Schumacher, sem er 36 ára að aldri, hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari í Formúlu 1. Hann hefur gefið það í skyn að hann geti keppt í Formúlunni til fertugs. Schumacher hefur aðeins unnið sér inn tvö stig í fyrstu þremur keppnum tímabilsins. Hann er 24 stigum á eftir Fernando Alonso hjá Renault í stigakeppni ökumanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×