Fjórðungur fræðimanna óvirkur 22. ágúst 2005 00:01 Fjórðungur fræðimanna í fullu starfi við Háskóla Íslands eru nánast óvirkir í rannsóknum. Þetta kemur fram í úttekt um gæði rannsókna við skólann. Launakerfi fræðimanna er afkastahvetjandi og þeir hafa skyldu til að verja 43 prósentum af tíma sínum til rannsókna en engar lágmarkskröfur eru gerðar um árangur. Elstu og yngstu fræðimennirnir eru síst virkir, en þeir síðarnefndu hófu margir hverjir störf meðan minni áhersla var lögð á rannsóknir. "Skólinn er með afar gott kerfi til að meta árangur í fræðastörfum," segir Inga Dóra Sigfúsdóttir, sem er doktor í félagsfræði við Háskólann í Reykjavík og aðalhöfundur úttektarinnar. "Það á vera auðvelt að setja kröfur um lágmarksafköst." Inga Dóra getur ekki séð að það séu kennsla eða stjórnunarstörf fræðimanna sem taki tíma frá rannsóknum. "Þvert á móti. Þeir sem eru virkir í stjórnun og kennslu virðast oft vera með þeim virkustu í rannsóknum." Í skýrslunni er bent á fjöldamörg fleiri atriði og ýmsar ábendingar og hugmyndir settar fram. "Það þarf að taka allt fjárveitingakerfi til rannsókna í háskólastarfi til endurskoðunar," segir Inga Dóra. Fastar fjárveitingar sem háskólinn fær til rannsókna taka ekki mið af árangri. "Það vantar hvata fyrir stofnanir til að ná árangri í rannsóknum." Hún telur of mikið af rannsóknarfé eyrnamerkt stofnunum eða verkefnum og segir að frekar ætti að notast við samkeppnissjóði. Í úttektinni er lagt til að komið verði á einum rannsóknarsjóði fyrir alla háskóla, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga þar sem úthlutað yrði eftir gæðum rannsókna og frammistöðu umsækjenda. "Samkeppni er holl og heilbrigð og kemur vísindastofnunum og samfélaginu til góða. Við eigum að tryggja það að Háskólinn geti tekið þátt í henni." Háskólar ættu almennt að fá góða grunnfjármögnun frá ríkinu, en rannsóknarfjármagn umfram hana ætti fyrst og fremst að koma úr slíkum samkeppnissjóðum. Ekki náðist í Kristínu Ingólfsdóttir rektor. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Fjórðungur fræðimanna í fullu starfi við Háskóla Íslands eru nánast óvirkir í rannsóknum. Þetta kemur fram í úttekt um gæði rannsókna við skólann. Launakerfi fræðimanna er afkastahvetjandi og þeir hafa skyldu til að verja 43 prósentum af tíma sínum til rannsókna en engar lágmarkskröfur eru gerðar um árangur. Elstu og yngstu fræðimennirnir eru síst virkir, en þeir síðarnefndu hófu margir hverjir störf meðan minni áhersla var lögð á rannsóknir. "Skólinn er með afar gott kerfi til að meta árangur í fræðastörfum," segir Inga Dóra Sigfúsdóttir, sem er doktor í félagsfræði við Háskólann í Reykjavík og aðalhöfundur úttektarinnar. "Það á vera auðvelt að setja kröfur um lágmarksafköst." Inga Dóra getur ekki séð að það séu kennsla eða stjórnunarstörf fræðimanna sem taki tíma frá rannsóknum. "Þvert á móti. Þeir sem eru virkir í stjórnun og kennslu virðast oft vera með þeim virkustu í rannsóknum." Í skýrslunni er bent á fjöldamörg fleiri atriði og ýmsar ábendingar og hugmyndir settar fram. "Það þarf að taka allt fjárveitingakerfi til rannsókna í háskólastarfi til endurskoðunar," segir Inga Dóra. Fastar fjárveitingar sem háskólinn fær til rannsókna taka ekki mið af árangri. "Það vantar hvata fyrir stofnanir til að ná árangri í rannsóknum." Hún telur of mikið af rannsóknarfé eyrnamerkt stofnunum eða verkefnum og segir að frekar ætti að notast við samkeppnissjóði. Í úttektinni er lagt til að komið verði á einum rannsóknarsjóði fyrir alla háskóla, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga þar sem úthlutað yrði eftir gæðum rannsókna og frammistöðu umsækjenda. "Samkeppni er holl og heilbrigð og kemur vísindastofnunum og samfélaginu til góða. Við eigum að tryggja það að Háskólinn geti tekið þátt í henni." Háskólar ættu almennt að fá góða grunnfjármögnun frá ríkinu, en rannsóknarfjármagn umfram hana ætti fyrst og fremst að koma úr slíkum samkeppnissjóðum. Ekki náðist í Kristínu Ingólfsdóttir rektor.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira