Sport

6. sigurleikurinn í röð hjá Fram?

Framarar eiga þess kost að vinna sinn sjötta leik í röð, í kvöld þegar þeir mæta Fylkismönnum  í Landsbankadeild karla sem hefur gengið afleitlega að undanförnu. Sigur fyrir annaðhvort lið myndi þýða að það yrði nánast komið úr allri fallbaráttu. "Sigur í kvöld færi langt með að tryggja okkar sæti í deildinni. Með sigri getur Þróttur ekki náð okkur, og Grindavík þyrfti að sigra alla sína leiki sem þeir geta vissulega gert. En um leið og við förum að hugsa of mikið um það hvað þessi úrlit þýða og hvað gerist ef þessir vinna eða þessir tapa þá missum við fókusinn á því hvað við ætlum okkur að gera", sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram. "Trú manna á að vinna dvínaði töluvert eftir röð slæmra úrslita um mitt mót og segja má að við hefðum spyrnt í botninn eftir tapið gegn KR" en síðan þá hefur Fram liðið verið óstöðvandi og unnnið fimm leiki í röð. Fylkir hins vegar hefur gengið allt í óhag, tapað 6 leikjum röð og ekki unnið leik frá því liðið vann KR þann 11. júlí 3-1. StaðanLiðLUJTMörkStig FH15150046645Valur151014271131ÍA15726181823Keflavík15564242821KR15618182219Fylkir14527232517Fram14527152017ÍBV15519172616Grindavík15339163612Þróttur15249162810



Fleiri fréttir

Sjá meira


×