Innlent

Réttarhaldi frestað til 5. sept.

Karlinn og konan sem eru ákærð fyrir morðið á Gísla Þorkelssyni í Boksburg í Suður-Afríku í byrjun júlí, komu fyrir rétt í morgun. Réttarhaldi var frestað til 5. september næstkomandi en þá verður tekin fyrir beiðni karlsins um lausn gegn tryggingu. Þau eru einnig ákærð fyrir þjófnað, fjársvik og að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Játning konunnar liggur fyrir en karlsins ekki. Rannsókn er á lokastigi að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns og líklegt er talið að dómur falli ekki í málinu fyrr en á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×