Erlent

Negroponte yfirheyrður

Bandaríkjaþing hóf í gær yfirheyrslur sínar yfir John Negroponte, sendiherra í Írak., en George W. Bush forseti hefur tilnefnt hann sem yfirmann yfir leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna. Búist er við að öldungardeildarþingmenn beggja flokkanna muni á endanum styðja Negroponte í embættið en demókratar vilja þó að hann lýsi því yfir að hann verði hlutlaus og óháður í störfum sínum. Yfirmannsstaðan er ný en með henni er brugðist við gagnrýni á leyniþjónustuna í kjölfar rangra upplýsinga um gereyðingarvopn Íraka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×