Erlent

Frelsuðu fjórar stúlkur í gíslingu

Lögregla í Þýskalandi hefur yfirbugað fimmtugan Írana sem rændi fjórum stúlkum og hélt þeim í gíslingu í bænum Ennepetal í norðvesturhluta landsins í dag. Maðurinn tók stúlkurnar í gíslingu í rútu fullri af skólabörnum skömmu fyrir hádegi og fór með þær í kjallara húss þar í bæ. Óttast var um líf stúlknanna þar sem maðurinn var vopnaður hnífi. Sérsveitir lögreglu umkringdu húsið og ruddust svo niður í kjallarann um fjögurleytið eftir um fimm tíma umsátur og samkvæmt Reuters-fréttastofunni náðist maðurinn á lífi. Talsmaður lögreglu gat ekkert gefið upp um líðan stúlknanna sem voru á aldrinum 12-16 ára. Ekki hefur fengið staðfest hvað manninum gekk til en vitni segja að hann hafi farið fram á það að fjölskylda hans fengi að koma til Þýskalandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×