Sport

Auðunn vann "Suðurlandströllið"

Kópavogströllið Auðunn "Verndari" Jónsson varð hlutskarpastur í keppninni um titilinn "Suðurlandströllið" sem fram fór á Selfossi og í Hveragerði um helgina. Sigur Auðuns var mjög naumur, því hann og Kristinn Óskar Haraldsson "Boris" voru jafnir á stigum fyrir lokagreinina, Atlassteinana. Það var þó Auðunn sem hafði betur að þessu sinni og það var í þriðja skipti sem kappinn hirðir titilinn, en Auðunn ku finna sig vel á Suðurlandinu eins og titlarnir bera glöggt vitni. Í þriðja sæti hafnaði Bergur Guðbjörnsson og um beina lýsingu sá "Úrsusinn" Hjalti Árnason.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×