Erlent

Eiturlyfjum smyglað í hundum

Fíkniefnabarónar í Kólumbíu eru farnir að nota gæludýr til þess að koma varningi sínum á milli landa. Fíkniefnunum er troðið inn í dýrin. Þegar lögreglan í Bógóta í Kólumbíu gerði húsleit hjá þekktum fíkniefnasala fann hún meðal annars sex hvolpa sem allir voru með ör eftir nýlega skurðaðgerð á maganum. Hvolparnir voru gegnumlýstir og sáust þá pokar inn í þeim. Þeir voru þá skornir upp og pokarnir fjarlægðir. Þeir voru tíu talsins og innihéldu samanlagt þrjú kíló af fljótandi heróíni. Það er alþekkt aðferð hjá fíkniefnasmyglurum að láta fólk gleypa poka með fíkniefnum og hafa fjölmörg slík mál komið upp hér á landi undanfarin misseri. Hitt mun vera nýtt að smyglararnir hafi sína eigin fíkniefnahunda, sem reyndar gegna öðru hlutverki en fíkniefnahundar lögreglunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×