Sport

Lyfjamisnotendur lögsækja

Íþróttamenn í fyrrum Austur-Þýskalandi, sem voru fórnarlömb skipulagðrar lyfjamisnotkunar, ætla að lögsækja lyfjafyrirtækið Jenapharm sem framleiddi steralyf fyrir austurþýska ríkið. Prófmál verður höfðað í sumar þar sem farið verður fram á 3,2 milljónir evra í skaðabætur, eða 260 milljónir króna. Þrátt fyrir að 16 ár séu síðan skipulagðri lyfjamisnotkun var hætt í Austur-Þýskalandi eru áhrifin fyrst nú að koma fram hjá mörgu af íþróttafólkinu sem fékk skipulagðar lyfjagjafir, í formi vítamínkúra, allt frá 11 ára aldri. Eins og nærri má geta lagði Austur-Þýskaland mikið upp úr því á sínum tíma að eiga íþróttafólk í fremstu röð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×