Erlent

Ráðist á síja-múslíma í Írak

Að minnsta kosti 36 írakar létust, flestir síja-múslímar, í fimm sprengjuárásum uppreisnarmanna súnní-múslíma í landinu í gær. Talið er að árásirnar tengist Ashoura, trúarhátíð sjía-múslíma, sem nær hámarki í dag. Mannfallið í Írak í gær er hið mesta síðan þingkosningar fóru fram í landinu um síðustu mánaðamót. Tvær árásanna voru gerðar þegar bænahald stóð yfir í moskum síja-múslíma. Mouwaffaq al-Rubaie, þjóðaröryggisráðgjafi Íraka, segir hryðjuverkaleiðtogann Abu Musab al-Zarqawi standa á bak við árásirnar. Súnní-múslímar gerðu einnig fjöldamargar árásir þegar Ashoura-trúarhátíðin stóð yfir í fyrra. Þá lét 181 lífið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×