Erlent

Rændu ferðamönnum og myrtu þá

Lögreglumenn í Georgíu fundu í gær átta lík nærri húsi sem glæpagengi hafði haft aðsetur í. Ekki er nákvæmlega vitað af hverjum líkin séu en talið er að glæpagengið hafi rænt þeim og myrt. Húsið er í Svanetiya-héraði, 400 kílómetra norðvestur af höfuðborg landsins. Fyrir rúmu ári réðust rússneskir hermenn til atlögu við stigamennina og drápu nokkra þeirra. Þeir höfðu áður rænt erlendum ferðamönnum og krafist lausnargjalds fyrir þá. Talið er að eitt líkanna sé af Levan Kaladze, bróður Kakha Kaladze, varnarmanns ítalska knattspyrnuliðsins AC Milan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×